ég neita

Ég neita að tala um veðrið

Ég neita að tala um fjall

Ég neita að tala um vind

Sem er allt of kalt.

Ég neita að fjalla um eldgos

Ég neita að fjalla um hraun

Ég neita að fjalla um foss

Sem -í raun- á ekki bros. 

Hvað er með fólk

Sem setur tilfinningar upp á fjall?

Ég neita að spjalla um snjó

Ég neita að spjalla um sól

Ég neita að spjalla um sjó

Sem tekur ekki strætó.

Ég neita að ræða um lúpínu

Sem veit ekkert um myrkrið

Ég neita að ræða um rigningu

Sem veit ekkert um kosningu. 

Hvað er með fólk

Sem finnur tilfinningar upp á fjalli,

Við búum saman niðri, er það ekki?

Velkominn í fjallafélagi, en ekki í samfélagi. 

Ég neita að sjá ást í steinum

Meðan alvöru fólk gengur í felum

Og þjóðin, sko, þjónar ei neinum. 

Ég neita að yrkja fjallaljóð 

Meðan fólk er að rotna

Landslagið elskar að bíða 

Eftir fólki til að deyja.

Hvað er með fólk 

sem felur tilfinningar upp á fjalli, 

og talar aldrei við mig niðri? 

En já, plís, komdu til Íslands,

En ekki of lengi

Við eigum náttúru til sölu

En ekki þú í fleirtölu 

Spenntur to spend your pening

But don’t spread your menning

Swallow your tungu elskan mín

Can’t give it too much meaning.

Ég neita að tala um veðrið

Ég neita að fjalla um fjall

Ég neita að gleyma fólki,

Sem bíður brottfall.

Ég neita að tala fallega

Ég neita að tala fullkomlega

Ég neita að tala duglega

Ég neita ég neita ég neita. 

En já, ég játa að fjallið sé fallegt

Fallegra en ég. 

Ég játa að veðrið sé skemmtilegt

Skemmtilegra en ég.

Á ég kannski að verða að fallegu landslagi

Til að vera hluti af þínu samfélagi?

Hvað er með fólk 

Sem geymir tilfinningar upp á fjalli?

Ég er bara hérna niðri, 

Í áfalli. 

En allt í einu, ég skildi. 

Kannski fjallið 

Svarar enn betur en fólkið